Ábyrg þjónusta við landsmenn sl. 10 ár.

Horngluggar

Double-click this text to write more about Horngluggar

Þegar rúllugardínur eru settar í hornglugga þar sem rúðurnar mætast í einum gluggapósti, þá er nær ómögulegt að komast hjá því að rifa myndist milli gardína. Velja þarf þá hvar rifan á helst að vera með tillti til sólar eða hvar er betra að sjáist aðeins inn, - betra í þessa áttina en hina. Þetta með rifuna kemur til af því að önnur gardínan liggur að hinni, oftast hornrétt og því þarf rúllan á hinni að hafa sitt pláss. Misjafnt er hve mikið er á rúllunum eftir hæð horngluggans en yfirleitt er dregið frá ákveðið mál frá breidd aðliggjandi gardínu sem kemur að þeirri sem er í fullri breidd. Málið sem dregið er frá aðliggjandi gardínu er þá lágmark þykkt festinga gardínunnar sem er í fullri breidd + hugsanlegir vafningar umfram það, ef hornglugginn er hár og mikið á rúllunni. Best er að láta uppsetningamann mæla svona glugga því hann getur oft gert sér grein fyrir þykkt rúllugardínunnar þegar hún er uppi, miðað við hæð gluggans. Stundum sleppur bara þykkt festinganna, ef þetta eru lágir gluggar og lítið á rúllunni. Reynt er að hafa málið sem lægsta tölu svo rifan sé sem minnst. Oft gefa fyrirtæki upp fasta tölu varðandi þetta, hvað mikið á að draga frá aðliggjand gardínu, sem liggur að þeirri sem er í fullri breidd, svo pláss sé fyrir þá síðarnefndu. Oftast er betra að festa rúllugardínurnar upp í steininn, enda erfitt að festa styttu (aðliggjandi ) gardínuna í annan endann öðruvísi t.d. á gluggapóst. horngluggi_maelingar Horngluggar

© Copyright. Tjöld ehf.  Netfang fyrir stjórn síðu: gardinuval@gardinuval.is  Gsm: 7727940 *

Tenglar: Badverk.is - Standsetning á baðherbergjum - allir iðnaðarmenn sem þarf.