Litir strimlagardínur |
Litir efna. |
Litaspjald |
Tilboð Screen |
Screen 3% og 5% opið |
Litir Myrkvunartjöld |
Litaspjald |
Ljósir litir myrkvun. |
Horngluggar |
Nokkur góð ráð við uppsetningu á rúllugardínum frá okkur.
Uppsetning rúllugardínur - almennt: (myrkvunargardínur og screen).
Þegar búið er að ákveða hvoru megin drifið á að vera og komið að því að þrýsta því inn í rörið sem heldur gardínunni uppi, þá er gott að hafa eftirfarandi í huga:
1. Dragðu keðjuna í gegnum drifið þannig, að ca 10 cm af keðjunni sé frá difinu eins og það snýr rétt að sæti sínu inni í rörinu og að samsetningarstykki keðjunnar, rúðumegin. Þetta er gert til þess að samsetning keðjunnar fari ekki upp í drifið áður en gardínan er komin alveg upp, þegar híft er.
2. Þrýstu svo drifinu í og passaðu upp á að skörðin í drifinu fari á móti raufum inni í rörinu.
3. Settu svo plaststykkið í sem kemur í hinn enda rörsins og þrýstu því í botn. Ef drifið og plastið í hinum endanum eru þröng og vont að þrýsta þeim í, þá getur verið gott að halda gardínunni á lofti með vinstri og dúppa ákveðið með hendinni eða hamri á drifið og halda gardínunni á móti högginu. Ekki láta endan gardínunnar vera á gólfinu þegar þú slærð á plaststykkið. Haltu nógu fast utan um gardínuna svo að ystu hringir hennar á keflinu renni ekki til við höggið og skekkist á rörinu.
4. Þegar þú lyftir gardínunni til að smella henni í festingarnar, þá smellir þú henni í driffestinguna fyrst og síðan í hina. Gættu þess að raufarstykkið sem keðjan kemur út um sé í góðri stöðu gagnvart hífingu með keðjunni upp og niður og að keðjan rekist ekki í raufarstykkið þegar híft er eða slakað.
Hér er átt við keðjudrif og gardínur frá okkur. Annað getur átt við um gardínur frá öðrum seljendum.
© Copyright. Tjöld ehf. Netfang fyrir stjórn síðu: gardinuval@gardinuval.is Gsm: 7727940 *
Badverk.is